Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 16:23:00 (2004)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
     Frú forseti. Á þessum fjárlagalið er verið að mæla fyrir um stóraukin rannsóknaumsvif Hafrannsóknastofnunar sem stjórnarandstaðan virðist öll ætla að greiða atkvæði gegn. Hér er verið að kveða á um mjög mikilsverðar rannsóknir í þágu höfuðatvinnugreinar þjóðarinnar. Það er rétt að þær eru kostaðar með nýjum hætti, ekki með nýju álögum á sjávarútveginn, því að hér eru notaðar aflaheimildir sem fyrri ríkisstjórn ákvað að setja á sjávarútveginn. Þær eru nú fluttar frá verkefnum sem áður voru ákveðin til þessara nýju verkefna. Það er þess vegna rangt að hér sé um að ræða nýjar álögur á sjávarútveginn. En það er verið að tryggja Hafrannsóknastofnun stóraukin rannsóknaumsvif. Því segi ég já.