Fjárlög 1992

52. fundur
Laugardaginn 14. desember 1991, kl. 11:25:00 (2050)

     Margrét Frímannsdóttir (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég er ekki hingað komin til þess að ræða um 2. umr. fjárlaga eða atkvæðagreiðsluna sem fór fram í gær. Ég ætla að geyma mér það þangað til framhald verður á 3. umr. um fjárlög. En aðeins til að staðfesta það að við stóðum að því samkomulagi sem gert var og töldum reyndar að forsetinn ætti einskis annars úrkosti ef ekki ætti að breyta þingskapalögum en að fara þá leið sem hér er farin.
    Auðvitað er það að fara í kringum þingsköpin en við formenn þingflokka vorum sammála um að þetta ákvæði væri það mikils virði að við vildum halda því inni. Það er verið að reyna þetta í fyrsta sinn og við lærum heilmikið á þessu og stöndum okkur betur næst. Það var ástæðan fyrir því að við féllumst á það samkomulag sem hér var gert.