Skattskylda innlánsstofnana

52. fundur
Laugardaginn 14. desember 1991, kl. 14:56:00 (2076)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég tel alveg óhjákvæmilegt að hæstv. forseti hlutist til um að þingmenn fái í hendur þau gögn sem hæstv. fjmrh. er að gera að umræðuefni. Ég tel annað gjörsamlega vonlaust. Hér er tekin upp umræða um skattamál ráðherra, skattaskuldir ráðherra og þessu er veifað yfir þingið. Ég hélt að það væru sýslumenn í þessu landi sem innheimtu skuldir, ef það væru skattaskuldir, og ég tel gjörsamlega vonlaust að búa við það, hæstv. forseti, að þessu sé dengt hér yfir án þess að óbreyttir þingmenn fái gögn.