Tekjuskattur og eignarskattur

52. fundur
Laugardaginn 14. desember 1991, kl. 18:19:00 (2102)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Vegna þeirra tilmæla sem hæstv. fjmrh. beindi til forseta, og hann studdi við 23. gr. þinskapa, vill forseti benda hæstv. fjmrh. á að slík beiðni hefði þurft að koma fram áður en 1. umr. hófst. Það er alveg ljóst eftir því sem forseti getur skilið það. ( Fjmrh.: Nei, þetta er ekki rétt.) Nú vill forseti gera fimm mínútna hlé meðan hann kannar það, en forseti skilur þetta ákvæði á þennan veg án þess að hann vilji úrskurða það á þessu augnabliki og vill kynna sér það betur. Það verður þá gert. --- [Fundarhlé.]
    Varðandi þau tilmæli, sem forseta bárust í ræðu hæstv. fjmrh., um að forseti beiti heimildarákvæði í 2. mgr. 23. gr. þingskapalaga, mun forseti ekki taka afstöðu til þess máls nú að beita þessu heimildarákvæði. Hins vegar mun forseti koma til skila til nefndarinnar þeirri ósk sem hæstv. fjmrh. beindi til forseta að nefndin ræði þetta mál á næsta fundi sínum.