Tekjuskattur og eignarskattur

53. fundur
Mánudaginn 16. desember 1991, kl. 15:12:00 (2109)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill upplýsa að utandagskrárumræður fara fram um orkusáttmála Evrópu kl. hálf fjögur. Það er vegna þess að ekki hefur unnist tími til að boða þessa utandagskrárumræðu eins og vera ber. Samkomulag hefur orðið á milli hæstv. ráðherra og forustumanna stjórnarandstöðunnar um að umræðan hefjist kl. hálf fjögur og mun hún standa í allt að 90 mínútur. Hver þingflokkur hefur því 18 mínútur til umráða í þeirri umræðu.