Tekjuskattur og eignarskattur

53. fundur
Mánudaginn 16. desember 1991, kl. 23:38:00 (2150)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það eru fáein atriði. Í fyrsta lagi, ég vek athygli á því að því er ekki mótmælt sem ég hélt fram að húsnæðisbætur rýrna um 3% á milli ára að verðgildi og hafa þeir sem þeirra njóta ekkert upp í aukna vexti á tímabilinu. Ég vil ítreka fyrirspurn til ráðherra, sem ég var með í minni ræðu, þar sem ég bað hann um að upplýsa hver persónuafsláttur og sjómannaafsláttur yrði á fyrri hluta árs í krónum talið. Mér þykir þegar ég ber saman frv. og framsöguræðu ekki alveg ljóst hverjar þær tölur eru.