Jöfnunargjald

53. fundur
Þriðjudaginn 17. desember 1991, kl. 02:37:00 (2175)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég lít á það sem ósk hv. síðasta ræðumanns að málið verði ekki tekið á dagskrá að sinni og framsöguræða ekki flutt. Ég get fyrir mitt leyti fallist á það og geri það að sjálfsögðu í þeirri von að okkur takist á morgun að koma málinu til nefndar með eðlilegum hraði enda er hér á ferð frv. sem ég hygg að flest allir þingmenn þekki mjög náið.