Um dagskrá og vinnubrögð í nefndum

55. fundur
Miðvikudaginn 18. desember 1991, kl. 13:47:00 (2229)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Eins og forseti hafði lýst hér áður en þessi þingskapaumræða hófst er forseti tilbúinn að leita leiða til þess að tíma megi finna fyrir þá sem eiga eftir að skila nál. og annað það sem menn telja nauðsynlegt að gera áður en umræða getur hafist um þau mál sem hér hafa verið aðallega til umræðu. Forseti hefur hugsað sér að gera hlé á fundinum þegar þeir hafa lokið við að tala um gæslu þingskapa sem enn eru á mælendaskrá því forseti telur eðlilegt að þeir fái líka tækifæri til að koma með sín sjónarmið áður en hlé verður gert.