Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

55. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 01:56:00 (2275)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég held að óhjákvæmilegt sé að mótmæla þegar í stað þeirri túlkun sem fram kom hjá hv. síðasta ræðumanni. Ég held satt að segja að þingið hafi margt annað þarfara að gera en að deila um það hvað telst nótt og hvað ekki. Ótal fordæmi eru fyrir því að þskj. hafi verið útbýtt þegar liðið er eitthvað á nóttina og málin tekin til umræðu daginn eftir án athugasemda eða sérstakra afbrigða. Það gerðist í síðustu viku þegar hér var síðast kvöldfundur eða næturfundur ef ég man rétt. Ég tel nauðsynlegt að mótmæla þessu á þessari stundu og óska eftir því að forseti og starfslið þingsins gangi tryggilega úr skugga um hvernig þessum málum hefur áður verið fyrir komið og hvernig þeim er réttast hagað.