Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

55. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 02:01:00 (2277)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Vegna þeirra orða hv. 9. þm. Reykv. að hér hefði þingskjölum verið dreift eftir miðnætti þá veit ég ekki á hvaða klukku hann hefur horft. Þegar þskj. 295 var dreift sat ég hér í sæti mínu og horfði á þá klukku sem er hér á svalaveggnum fyrir ofan og hún var ekki orðin 12 á miðnætti. Hún átti að vísu ekki margar mínútur eftir en hún var ekki orðin 12. Þetta vildi ég að kæmi fram hér.
    Svo held ég sé rétt að skoða hvaða háttur hefur verið hafður á í þessum efnum áður. Ef hv. 9. þm.

Reykv. skoðar fyrri tilvik þar sem svipað hefur háttað til þá hygg ég að hann muni sjá að þau séu allnokkur. Hann er þingreyndur maður og mun auðvitað skoða það sem gerst hefur hér í kvöld því áreiðanlega var klukkan orðin einhverjar mínútur yfir 12 þegar sumum þeirra þingskjala, sem hann nefndi, var dreift. Ég ítreka og legg áherslu á að klukkan hér á veggnum var ekki orðin 12 þegar dreifing þessara þingskjala hófst.