Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

55. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 02:15:00 (2282)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti, mér finnst að hér hafi komið fram nokkuð athyglisverðar upplýsingar í ræðu hv. 1. þm. Austurl. Nál. minni hluta efh.- og viðskn. um skattahlið fjárlagafrv. er nýlega tilbúið. Hafi verið dreift einhverjum pappír sem heitir álit meiri hluta fjárln. um fjárlögin fyrir árið 1992 er það ógildur pappír. Það er ljóst, og nauðsynlegt fyrir forseta þingsins að taka það til athugunar, svo ég kveði nú ekki fastar að orði.