Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

55. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 04:56:00 (2298)

     Jón Helgason (andsvar) :
     Herra forseti. Það kom fram hjá hæstv. landbrh. að hann vill ekki afneita alveg samvinnu við Noreg og ég er þakklátur fyrir það því að hagsmunir, a.m.k. hluta bænda í Noregi, eru held ég mjög álíka og hagsmunir íslenskra bænda. En enn þá frekar vaknar þessi spurning: Úr því að hæstv. landbrh. segir og staðfestir að þarna sé mjög náið samstarf á milli, af hverju vildu Íslendingar þá ekki árétta það með því að standa með Norðmönnum að þessari bókun?