Framhald 3. umr. fjárlaga

56. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 14:26:00 (2317)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
     Virðulegi forseti. Ég taldi óhjákvæmilegt að fá að tala um gæslu þingskapa áður en til hlés kæmi. Það er stundum sagt að þögn sé sama og samþykki en ég gagnrýni harðlega þau ummæli hv. 8. þm. Reykv., formanns þingflokks Sjálfstfl., að við séum að eyða tíma okkar til einskis þegar við erum að hlusta á það þegar stjórnarandstaðan kýs að tala. Ég trúi því ekki og get ekki ímyndað mér að forseti allra alþingismanna gæti tekið undir slíkt. Ég spyr: Hvers konar samstarfsgrundvöllur er þetta?