Fjárlög 1992

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 15:13:00 (2407)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir skýrt svar. Ég ætla ekki að fara að skattyrðast um það hér og nú og deila um það hvort Reykjavíkurborg hafi haft áhuga eða ekki áhuga. Við höfum, eins og fram kom, sinn hvora áhersluna og sjónarmiðið í þeim efnum. Ég skil einnig að það er auðvitað erfitt fyrir forsrh. að fylgja brtt. við fjárlagafrv. og virði það alveg við hann. En auðvitað mun hann ekki sem borgarfulltrúi standa að þessari samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur. Ég ætla ekki heldur að fara að deila um það en spyr hæstv. forsrh.: Hvernig eigum við þá sem þingmenn Reykjavíkur að mæta því ef þetta atriði kemur nú fram, að Borgarspítalastöðinni verði lokað og engin úrræði eru til staðar í fjárlögum að mæta þeim erfiðleikum?