Fjárlög 1992

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 15:15:00 (2409)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þetta svar. Það er auðvitað mjög merkilegt og ég skil það ekki öðruvísi en svo en að hæstv. forsrh. sem borgarfulltrúi í Reykjavík muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg muni sjá um uppbyggingu á nýrri heilsugæslustöð í Reykjavík komi það til að heilsugæslustöðinni í Borgarspítalanum verði

lokað. Og ég fagna þessari yfirlýsingu.