Tekjuskattur og eignarskattur

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 23:47:00 (2461)

     Guðni Ágústsson :
     Hæstv. forseti. Það er Sjálfstfl. og Alþfl. til ævarandi skammar að ráðast sérstaklega á starfskjör íslenskra sjómanna. Heildarsamtök og einstök félög sjómanna mótmæla hástöfum þeirri aðför og launaskerðingu sem nú er fyrirhuguð. Það er óþolandi að rífa upp kjarasamninga einnar stéttar við fjárlagagerð hér á Alþingi og skapa mikla óvissu í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar sem á nú við mikla erfiðleika að etja. Ég segi nei.