Tilhögun þingfundar

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 00:45:00 (2465)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Eins og dagskrá fundarins ber með sér er kominn nýr dagur sem er sunnudagur, þótt nóttin sé fram undan. Það er harla óvenjulegt að fundur í Alþingi sé settur á sunnudegi en mun þó ekki vera fordæmislaust. En þessa undantekningu gerum við til að ljúka störfum þannig fyrir jólin að hv. þm. og starfsfólki gefist örlítið betra ráðrúm til að búa sig undir jólahátíðina.
    Þannig háttar til með 1. til og með 5. dagskrármálið, þ.e. Verðlagsráð sjávarútvegsins, Almannatryggingar, Vatnsveitur sveitarfélaga, Jöfnunargjald, Tekjuskatt og eignarskatt, svo og 8. dagskrármálið, Frestun á fundum Alþingis, að of skammt er liðið frá 2. umr. og útbýtingu þskj. og verður því að leita afbrigða.