Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:11:00 (2471)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. Í þessari brtt. gera nokkrir þingmenn Alþb. það að tillögu sinni að Lánasjóður ísl. námsmanna verði styrktur nokkuð á næsta ári þannig að ekki þurfi að koma til frekari skerðingar á þjónustu sjóðsins en þegar er orðin. Á þessu ári hefur þjónusta sjóðsins verið skert þannig að grunnlán hafa lækkað um 16--17% og bersýnilegt er að enn meiri lækkun verður ef tillögur ríkisstjórnarinnar ná óbreyttar fram að ganga. Við teljum óhjákvæmilegt að verja sjóðinn með styrkari hætti og þess vegna flytjum við þessa tillögu og ég segi já við henni, virðulegi forseti, en það er sennilega ekki sagt í svona greinargerðum. (Gripið fram í.) Og styðja á hnappinn, já. ( Forseti: Hv. þm. má gjarnan segja já en hann þarf líka að greiða atkvæði með rafbúnaði.)