Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:17:00 (2472)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. Hér er flutt tillaga um að lækka framlag til Leikfélags Reykjavíkur úr 15 millj. kr. í 1 millj. kr. Röksemdir meiri hlutans munu vera þær að þessir fjármunir eða hliðstæð upphæð sé flutt yfir á Íslensku óperuna eins og fram kemur síðar á þessu sama blaði.
    Ég tel að ríkinu sé skylt að styðja við bakið á Leikfélagi Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag landsmanna og á ríkan þátt í menningarsögu Íslendinga og menningarþróun og ég tel að ríkið eigi að sinna leikfélaginu með betri hætti en hér er lagt til af hæstv. ríkisstjórn með því að leggja það til að Leikfélag Reykjavíkur fái aðeins 1 millj. kr. úr ríkissjóði. Ég tel að það sé í raun og veru algjörlega fráleit afstaða og sýni virðingarleysi gagnvart Leikfélagi Reykjavíkur og því fólki sem þar starfar og hefur starfað. Ég segi nei við þessari tillögu, virðulegi forseti.