Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 03:19:00 (2485)

     Kristín Einarsdóttir :
     Virðulegur forseti. Það eru ekki liðin tvö ár síðan borgarstjórinn í Reykjavík gaf konum fyrirheit um að Fæðingarheimili Reykjavíkur yrði rekið áfram sem fæðingarstofnun. Nú situr sami maður í forsæti ríkisstjórnar sem vinnur að því að Fæðingarheimilið í Reykjavík verði lagt af sem fæðingarstofnun. Hæstv. forsrh. er greinilega illa haldinn af minnisleysi. Kvennalistakonur leggja áherslu á að Fæðingarheimilið verði rekið áfram í óbreyttri mynd. Ég segi já.