Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 03:48:00 (2495)

     Kristinn H. Gunnarsson :
     Virðulegur forseti. Hér er gerð tillaga um að lækka nýframkvæmdir til samgöngumála um 250 millj. Í skýringum með þessari tillögu segir, með leyfi forseta: ,,Um er að ræða seinkun á framkvæmdum við Vestfjarðagöng.`` Seinkun á þessum framkvæmdum er ekki í samræmi við brýnustu hagsmuni Vestfirðinga. Hún er ekki í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um sameiningu sveitarfélaga og hagræðingu í sjávarútvegi og hún er ekki í samræmi við stefnu þeirra flokka sem að henni standa eins og þeir kynntu þá stefnu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég hef sömu skoðun nú og ég hafði þá og því segi ég nei.