Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 29 . mál.


240. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lánsfjárlögum fyrir árið 1991, nr. 26/1991.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin fjallaði um frumvarpið samhliða 30. máli, frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1992. Halldór Árnason og Jón Ragnar Blöndal frá fjármálaráðuneytinu fjölluðu sérstaklega um þetta mál á fundi með nefndinni.
    Við endurskoðun lánsfjárþarfar ríkissjóðs fyrir árið 1991 hefur komið í ljós að heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs verður allmiklu meiri en gert var ráð fyrir í lánsfjárlögum fyrir árið 1991. Þá bætist við sá vandi að ekki mun takast að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs nema að hluta til á innlendum lánamarkaði. Með frumvarpinu er því sótt um heimild fyrir ríkissjóð til erlendrar lántöku að fjárhæð 12,8 milljarðar króna.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga, en þrír nefndarmanna rita þó undir með fyrirvara.

Alþingi, 9. des. 1991.



Matthías Bjarnason,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Jón Helgason,


form., frsm.

með fyrirvara.



Steingrímur J. Sigfússon,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Sólveig Pétursdóttir.


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Ingi Björn Albertsson.

Geir H. Haarde.