Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 172 . mál.


270. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um eftirlaun til aldraðra, nr. 2 14. febrúar 1985, sbr. lög nr. 130/1989.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Hallgrím Snorrason hagstofustjóra, Þorgeir Eyjólfsson frá Landssambandi lífeyrissjóða, Árna Guðmundsson frá Lífeyrissjóði sjómanna og Hrafn Magnússon frá Sambandi almennra lífeyrissjóða.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Tildrög breytingarinnar eru að Samband almennra lífeyrissjóða hefur samþykkt að breyta í reglugerð sinni ákvæðum um stigagrundvöll lífeyrisréttinda frá og með 1. janúar 1992 á þann hátt að í stað þess að miða stigagrundvöll við grundvallarlaun, sem breytast með kaupgjaldsbreytingum, verða lífeyrisréttindi miðuð við „grundvallarfjárhæð“ sem breytist með lánskjaravísitölu. Þessi breyting verður tekin upp hjá langflestum lífeyrissjóðum innan Sambands almennra lífeyrissjóða auk þess sem nokkrir aðrir lífeyrissjóðir hafa gert svipaðar breytingar á stigagrundvelli lífeyrisréttinda. Með tilliti til þess að þessir lífeyrissjóðir annast greiðslur á lífeyri þeirra sem njóta lífeyris samkvæmt lögum um eftirlaun aldraðra þykir rétt að breyta stigagrundvellinum í lögum um eftirlaun aldraðra til samræmis við ákvörðun Sambands almennra lífeyrissjóða. Ef ekki kæmi til slík breyting væri verið að beita tvenns konar reiknireglum við útreikning á lífeyri og gæti slíkt valdið misskilningi.

Alþingi, 16. des. 1991.



Sigbjörn Gunnarsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Finnur Ingólfsson.


form., frsm.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Sigríður Anna Þórðardóttir.



Svavar Gestsson.

Sólveig Pétursdóttir.

Guðmundur Hallvarðsson.