Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 172 . mál.


271. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um eftirlaun til aldraðra, nr. 2 14. febrúar 1985, sbr. lög nr. 130/1989.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við frumvarpið bætist ný grein, er verði 1. gr., og orðist svo:
                  Í stað lokamálsliðar 6. gr. laganna komi þrír nýir málsliðir er orðist svo: Frá 1. janúar 1992 skal í stað grundvallarlauna miða við grundvallarfjárhæð sem tengist lánskjaravísitölu þeirri sem Seðlabanki Íslands auglýsir með heimild í 39. gr. laga nr. 13/1979, með síðari breytingum. Grundvallarfjárhæð í janúar 1992 er 45.602 kr. miðað við þá lánskjaravísitölu sem gildir í þeim mánuði og tekur fjárhæðin sömu hlutfallsbreytingu í mánuði hverjum og lánskjaravísitalan. Verði gerð breyting á grundvelli eða útreikningi lánskjaravísitölu skal ráðherra, að fengnum tillögum umsjónarnefndar eftirlauna, ákveða hvernig stigagrundvelli og breytingum hans skuli háttað þaðan í frá.
    Við 1. gr. er verði 2. gr. Á eftir orðunum „hundraðshluti af grundvallarlaunum“ í 2. og 4. efnismgr. komi: — frá 1. janúar 1992 grundvallarfjárhæð —.