Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 124 . mál.


287. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið um það umsagnir frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Nefndinni barst jafnframt greinargerð frá sjávarútvegsráðuneytinu. Þá fékk nefndin á sinn fund Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þorstein Gíslason frá Fiskifélagi Íslands, Helga Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands, Svein Hjört Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Árna Benediktsson frá Íslenskum sjávarafurðum hf., Sturlaug Sturlaugsson og Kristin Pétursson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Bjarka Bragason og Guðmund Malmquist frá Byggðastofnun, Snæ Karlsson frá Verkamannasambandi Íslands, Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Magnús Gunnarsson og Þröst Ólafsson frá nefnd um stefnumótun í sjávarútvegi.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Meginbreytingin felst í því að Hagræðingarsjóði er heimilt að verja allt að fjórðungi þeirra aflaheimilda, sem honum hefur verið úthlutað, til eflingar fiskvinnslu í byggðarlögum er standa höllum fæti.

Alþingi, 17. des. 1991.



Össur Skarphéðinsson,

Árni R. Árnason.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Guðjón A. Kristjánsson,


með fyrirvara.