Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 124 . mál.


311. Frávísunartillaga



í málinu: Frv. til l. um breyt. á l. nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.

Frá Halldóri Ásgrímssyni, Steingrími J. Sigfússyni,


Stefáni Guðmundssyni, Jóhanni Ársælssyni og Önnu Ólafsdóttur Björnsson.




    Alþingi samþykkir að fela sjávarútvegsráðherra að endurskoða lög um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins í samræmi við ákvæði til bráðabirgða II í lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Þegar sjávarútvegsráðherra hefur fullnægt þessari lagaskyldu leggi hann fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins ásamt lögum um stjórn fiskveiða. Með vísan til framanritaðs samþykkir Alþingi að vísa dagskrármálinu til ríkisstjórnarinnar.