Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 1 . mál.


340. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1992 og brtt. á þskj. 294 og 295.

Frá Páli Péturssyni og Valgerði Sverrisdóttur.



Þús. kr.

    Við brtt. á þskj. 295, 1. lið (412 Tekjuskattur
                  einstaklinga, nettó).
        Fyrir „14.750.000“ kemur     
14.050.000

    Við brtt. á þskj. 295, 1. lið (4212 Jöfnunargjald).
        Fyrir „360.000“ kemur     
720.000

    Við brtt. á þskj. 295, 1. lið (4250 Virðisaukaskattur).
        Fyrir „40.450.000“ kemur     
40.950.000

    Við 4. gr. 01-171 601 Byggðastofnun.
        Fyrir „200.000“ kemur     
250.000

    Við brtt. á þskj. 294 (5. gr. 22-970 Ríkisútvarpið,
                  framkvæmdasjóður). Nýr liður:
         4910 Framlög úr ríkissjóði     
200.000

    Við brtt. á þskj. 294 (5. gr. 29-101 Áfengis- og tóbaksverslun
                  ríkisins, 43–46, 7 Seldar vörur og þjónusta).
        Fyrir „10.197.000“ kemur     10.597.000
    Við brtt. á þskj. 294 (5. gr. 30-321 Skipaútgerð ríkisins). Nýr liður:
        4910 Framlög úr ríkissjóði     
50.000


Greinargerð.


    Með breytingartillögu þessari er lagt til að tekjur ríkissjóðs á árinu 1992 hækki um 1.260 millj. kr. og gjöld um 1.000 millj. kr.
     Í 1. tölul. er lagt til að tekjuskattur einstaklinga lækki um 700 millj. kr. og sveitarfélög greiði ekki hluta kostnaðar við löggæslu eins og gert er ráð fyrir í breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar.
     Í 2. tölul. er lagt til að jöfnunargjald verði lagt á allt árið 1992 og skili því 720 millj. kr. tekjum í ríkissjóð í stað 360 millj. kr. samkvæmt breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar.
     Í 3. tölul. er gert ráð fyrir að hert og bætt innheimta virðisaukaskatts skili ríkissjóði 500 millj. kr. meiri tekjum en breytingartillögur meiri hluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir.
     5. tölul. er í samræmi við breytingartillögu við 25. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992. Nái hún fram að ganga skulu tekjur af aðflutningsgjöldum af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgihlutum renna til Framkvæmdasjóðs Ríkisútvarpsins á árinu 1992 í samræmi við 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985. Áætlað er að þessar tekjur nemi 200 millj. kr. á árinu 1992.
     Samkvæmt 6. tölul. er gerð tillaga um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hækki útsöluverð áfengis og tóbaks og skili þannig 400 millj. kr. meiri tekjum í ríkissjóð en samkvæmt breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar.
     Í 7. tölul. er lagt til að ríkissjóður leggi fram 50 millj. kr. til Skipaútgerðar ríkisins til að mæta hluta af rekstrarfjárþörf fyrirtækisins og greiða fyrir skipulagsbreytingum í rekstri þess.