Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 173 . mál.


362. Breytingartillögur



við frv. til l. um vatnsveitur sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 7. gr. 1. málsl. fyrri málsgreinar orðist svo: Sveitarstjórn er heimilt að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatnsins geta notið og skal við það miðað að gjaldið standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu.
    Við 8. gr. Við síðasta málslið 2. mgr. bætist: og skal hámark gjaldsins tilgreint í reglugerð sem félagsmálaráðherra setur.
    Við 14. gr. Í stað síðari málsliðar síðari málsgreinar komi eftirfarandi tveir málsliðir: Næstu fimm ár frá gildistöku laga þessara skal sveitarstjórn annast á eigin kostnað viðhald heimæða, sbr. 1. málsl., og að þeim tíma loknum ber sveitarstjórn að yfirtaka framangreindar heimæðar sé þess óskað af fasteignaeiganda. Sveitarstjórn skal kynna fasteignaeiganda ákvæði þessarar greinar.