Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 135 . mál.


556. Breytingartillögur



við frv. til l. um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Erlendum veiðiskipum er heimilt að landa eigin afla og selja í íslenskum höfnum og sækja þangað alla þá þjónustu er varðar útgerð skipsins.
                  Þetta er þó ekki heimilt þegar um er að ræða veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðast bæði innan og utan íslenskrar efnahagslögsögu hafi íslensk stjórnvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjórnvöld hlutaðeigandi ríkis. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að víkja frá ákvæði þessarar málsgreinar þegar sérstaklega stendur á.
                  Erlendum veiðiskipum er ávallt heimilt að koma til hafnar þurfi þau á neyðarþjónustu að halda.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Erlent veiðiskip, sem leitar hafnar á Íslandi, skal tilkynna Landhelgisgæslu Íslands fyrirætlan sína við komu inn í íslenska efnahagslögsögu. Jafnframt skal tilkynna Landhelgisgæslunni hvaða veiðar skipið hefur stundað og á hvaða svæði og hvaða þjónustu skipið sækir til hafnar.
                  Landhelgisgæslan skal tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu um komu erlends fiskiskips sem ætla má að falli undir ákvæði 2. mgr. 3. gr.