Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 56 . mál.


588. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Lyfjatæknaskóla Íslands, lögum um sjúkraliða, lögum um Ljósmæðraskóla Íslands og á ljósmæðralögum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Magnúsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Eggert Eggertsson, skólastjóri Lyfjatæknaskóla Íslands, og stjórn Lyfjatæknafélags Íslands, Anna Sveinsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir og Elín Theódórsdóttir.
    Nefndin leggur til að 3. gr. frumvarpsins verði breytt í þá átt að lög um Ljósmæðraskóla Íslands, nr. 35/1964, falli úr gildi 1. júlí 1994. Ljóst þykir að Ljósmæðraskólinn verður ekki lagður niður nú í haust. Þeir nemendur, sem innritast þá, munu ljúka námi sínu vorið 1994. Þykja ekki efni til þess að leggja skólann niður fyrr.
    Í tengslum við síðari efnismálsgrein 1. gr. frumvarpsins vill nefndin benda á að æskilegt er að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið geri lyfjatækninemum kleift að vistast hjá apótekum sjúkrahúsanna, lyfjaframleiðslufyrirtækjum og lyfjaheildsölum.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 16. mars 1992.



Sigbjörn Gunnarsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Sigríður Þórðardóttir.

Guðmundur Hallvarðsson.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,


með fyrirvara.



Svavar Gestsson.

Ingibjörg Pálmadóttir,

Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.

með fyrirvara.