Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 10 . mál.


765. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Íslenskum sjávarafurðum, Landssambandi smábátaeigenda, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sjómannasambandi Íslands og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
    Í ljósi þeirra umsagna, sem nefndinni bárust, telur hún að vísa eigi málinu til ríkisstjórnarinnar í trausti þess að tekin verði ákvörðun um framtíð Verðjöfnunarsjóðs.
    Nefndin leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Árni R. Árnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi þegar málið var afgreitt og er hún samþykk áliti þessu.

Alþingi, 8. apríl 1992.



Matthías Bjarnason,

Stefán Guðmundsson.

Magnús Jónsson.


form., frsm.



Halldór Ásgrímsson.

Jóhann Ársælsson.

Steingrímur J. Sigfússon.



Guðmundur Hallvarðsson.

Vilhjálmur Egilsson.