Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 214 . mál.


775. Breytingartillögur



við frv. til l. um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, RG, BBj, DH, ÁRÁ).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags.
                  Sjóðurinn veitir lán til framhaldsnáms við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis.     
    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Lánasjóði er heimilt að veita öðrum námsmönnum námslán en þeim sem falla undir skilgreiningu 2. mgr. 1. gr. enda stundi þeir sérnám. Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um til hvaða sérnáms skuli lánað.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 1. mgr. bætist: að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns.
         
    
    Við 2. mgr. Á eftir orðunum „tillit til“ komi: búsetu og.
    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Námsmenn, sem fá lán úr sjóðnum, skulu undirrita skuldabréf við lántöku og leggja fram yfirlýsingu a.m.k. eins manns um að hann taki að sér sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lánsins ásamt vöxtum og verðtryggingu þess allt að tiltekinni hámarksfjárhæð.
         
    
    Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Stjórn sjóðsins er heimilt að veita námslán allt að þeirri fjárhæð sem ábyrgð hefur verið veitt fyrir skv. 4. mgr. Sæki námsmaður um hærra lán en ábyrgð er fyrir þarf hann að leggja fram nýtt skuldabréf, sbr. 4. mgr.
         
    
    Í stað orðanna „eins eða beggja“ í síðari málslið 5. mgr. komi: eins eða fleiri.
    Við 7. gr. Í stað 3.–5. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Lánstími námsláns er ótilgreindur en greitt skal af námsláni skv. 8. gr. þar til skuldin er að fullu greidd.
                  Endurgreiðsla hefst tveimur árum eftir námslok. Sjóðstjórn skilgreinir hvað telja beri námslok samkvæmt lögum þessum og úrskurðar um vafatilfelli.
                  Vextir af lánum sjóðsins skulu vera breytilegir en þó aldrei hærri en 3% ársvextir af höfuðstól skuldarinnar. Vextir reiknast frá námslokum. Ríkisstjórnin, að tillögu menntamálaráðherra, tekur nánari ákvörðun um vexti námslána á hverjum tíma samkvæmt þessari grein.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Árleg endurgreiðsla ákvarðast í tvennu lagi. Annars vegar er föst greiðsla, sem innheimt er á fyrri hluta ársins, óháð tekjum og hins vegar viðbótargreiðsla sem innheimt er á síðari hluta ársins og er háð tekjum fyrra árs.
                  Fasta ársgreiðslan er 48.000 kr. miðað við lánskjaravísitölu 3.198 nema eftirstöðvar láns ásamt verðbótum og vöxtum séu lægri. Þessi upphæð breytist á hverju ári í hlutfalli við lánskjaravísitölu 1. janúar hvers árs.
                  Viðbótargreiðslan miðast við ákveðinn hundraðshluta af útsvarsstofni ársins á undan endurgreiðsluári. Hundraðshluti þessi er 5% við afborganir af skuldabréfinu fyrstu fimm árin. Við næstu afborganir skal hundraðshlutinn nema 7%. Frá viðbótargreiðslunni samkvæmt þessari málsgrein dregst fasta greiðslan skv. 2. mgr.
                  Fjárhæðin skv. 3. mgr. skal margfölduð samkvæmt hlutfallslegri breytingu á lánskjaravísitölu frá 1. júlí á tekjuöflunarári til 1. júlí á endurgreiðsluári.
                  Skuldara ber á hverjum gjalddaga að greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu.
                  Stjórn sjóðsins er heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu skv. 1. mgr., að hluta eða öllu leyti, ef skyndilegar og verulegar breytingar verða á högum skuldara, t.d. ef hann veikist alvarlega eða verður fyrir slysi er skerðir til muna ráðstöfunarfé hans og möguleika til að afla tekna. Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita undanþágu frá ársgreiðslu skv. 1. mgr. ef nám, atvinnuleysi, veikindi, þungun, umönnun barna eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans.
                  Skuldari, sem sækir um undanþágu skv. 6. mgr., skal leggja fyrir sjóðstjórn ítarlegar upplýsingar um eignir sínar, lífeyri og önnur atriði er stjórnin telur máli skipta.
                  Heimilt er að endurgreiða lán örar en mælt er fyrir í þessari grein.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „3% ársvexti“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: ársvexti skv. 7. gr.
         
    
    Orðin „skv. 1. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                  Ef skuldari samkvæmt lögum þessum er jafnframt að endurgreiða námslán samkvæmt lögum nr. 72/1982 eða eldri lögum skal hann fyrst endurgreiða að fullu lán sem tekin eru samkvæmt þessum lögum. Greiðslur af eldri námsskuldum frestast þar til lán samkvæmt þessum lögum eru að fullu greidd.