Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 214 . mál.


791. Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Frv. til l. um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá minni hluta menntamálanefndar (HG, KÁ, VS, PBj).



    Með vísan til þess sem kemur fram í nefndaráliti minni hluta menntamálanefndar og
—    þar sem gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna hafa í aðalatriðum reynst vel,
—    þar sem ríkisstjórnin gengur með fyrirliggjandi tillögum gegn markmiðinu um jafnrétti til náms,
—    þar sem með grófum hætti er ráðist gegn hagsmunum námsmanna og hafnað samráði við námsmannahreyfinguna,
samþykkir Alþingi að vísa dagskrármálinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.