Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 127 . mál.


821. Breytingartillögur



við frv. til l. um Viðlagatryggingu Íslands.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar


(SigG, LMR, SAÞ, SP, GHall, IP, FI).



    Við 1. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands er að vátryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara sem nefndar eru í 4. gr. laga þessara.
    Við 3. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Stjórn stofnunarinnar skal annast vörslu og ávöxtun fjár og bókhald hennar eða gera samkomulag við aðila á vátryggingarsviði um vörslu og ávöxtun fjár eða bókhald stofnunarinnar. Við ávöxtun skal stjórnin leitast við að tryggja verðgildi fjárins og áhættudreifingu svo sem unnt er á hverjum tíma.
    Við 5. gr. Á greininni verði eftirfarandi breytingar:
         
    
    Við 2. mgr. bætist tveir nýir töluliðir er orðist svo:
                  4.    Raforkuvirki, þar á meðal dreifikerfi, stíflur og veitumannvirki, í eigu hins opinbera.
                  5.    Síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera.
         
    
    Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein og orðist svo:
                       Vátryggja má eignir, sem nefndar eru í 2. mgr., annars staðar en hjá Viðlagatryggingu Íslands.
         
    
    Í stað orðanna „1.–3. tölul.“ í 3. mgr., er verði 4. mgr., komi: 2. mgr.
    Við 6. gr. Á 1. mgr. verði eftirfarandi breytingar:
         
    
    Í 4. tölul. falli brott orðin „eigu hins opinbera eða“.
         
    
    Í 5. tölul. falli brott orðin „hins opinbera eða“.
         
    
    8. tölul. orðist svo: Eldisfisk, eldisker og annan búnað fiskeldisstöðva.
    Við 11. gr. 1. og 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 17. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Svo fljótt sem auðið er skal stjórn stofnunarinnar taka afstöðu til ágreinings um greiðsluskyldu sína og fjárhæð vátryggingabóta. Stjórn stofnunarinnar skal úrskurða um ágreiningsefni og vilji tjónþoli ekki sætta sig við úrskurð stofnunarinnar getur hann, innan 30 daga frá því að honum barst tilkynning stjórnarinnar, skotið ágreiningnum til úrskurðarnefndar. Nefndin skal skipuð af ráðherra. Fjórir menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður. Annar skal skipaður eftir tilnefningu Veðurstofu Íslands, hinn þriðji af Háskóla Íslands og hinn fjórði án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir.
    Við 27. gr. Í stað „1. janúar 1992“ komi: 1. janúar 1993.