Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 58 . mál.


836. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, og við brtt. á þskj. 827.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (AÓB).



    Við brtt. á þskj. 827. Í stað orðanna „manns“ og „hann“ í 3. tölul. komi: manneskju og hún í viðeigandi beygingarföllum.
    Við brtt. á þskj. 827. Í stað orðanna „mann“, „hann“ og „maðurinn“ í 5. tölul. komi: manneskju, hún og manneskjan.
    Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðunum „annan niðja“ í 1. efnismgr. komi: systkini sitt eða systkinabarn.
         
    
    Á eftir orðunum „öðrum niðja“ í 2. efnismgr. komi: systkini sínu eða systkinabarni.
         
    
    3. efnismgr. falli brott.
    Við 13. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.