Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 370 . mál.


865. Nefndarálit



um till. til þál. um velferð barna og unglinga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Tillagan snýr að því að skipuð verði nefnd til að leita orsaka þeirra erfiðleika og hættu sem að unglingum steðjar og kemur m.a. fram í aukinni neyslu vímuefna, sjálfsvígum, ofbeldi og öðrum afbrotum. Um brýnt mál er að ræða og nauðsynlegt er að um það verði fjallað. Gert er ráð fyrir að nefnd sú, sem skipuð verði, leggi mat á fyrirliggjandi upplýsingar en ekki verði ráðist í tímafrekar rannsóknir.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.
    Björn Bjarnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. maí 1992.



Sólveig Pétursdóttir,

Jón Helgason.

Össur Skarphéðinsson.


form., frsm.



Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Ingi Björn Albertsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.



Kristinn H. Gunnarsson.

Ey. Kon. Jónsson.