Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 51 . mál.


962. Nefndarálit



um frv. til l. um lífeyrisréttindi hjóna.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Þar er lagt til að lífeyrisréttindi, sem hjón hafa áunnið sér í hjúskap, teljist hjúskapareign þeirra. Þannig verði litið á lífeyrisréttindi sem sameign hjóna.
    Nefndin er þeirrar skoðunar að mál þetta sé mikilvægt en það er vandasamt og þarf nánari skoðunar við, t.d. hvort eðlilegt sé að kveðið sé á um þetta í hjúskaparlögum. Í ljósi þess er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 15. maí 1992.



Sigbjörn Gunnarsson,

Guðmundur Hallvarðsson.

Svavar Gestsson.


form., frsm.



Sigríður A. Þórðardóttir.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Finnur Ingólfsson.

Björn Bjarnason.