Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 479 . mál.


966. Nefndarálit



um frv. til l. um greiðslur úr ríkissjóði o.fl.

Frá fjárlaganefnd.



    Nefndin hefur haft frumvarp þetta til athugunar, en nefndarmenn eru jafnframt flutningsmenn þess. Málið var einnig sent efnahags- og viðskiptanefnd þannig að henni gæfist kostur á að gera athugasemdir við það og fylgir svar formanns þeirrar nefndar með sem fylgiskjal.
    Á fund nefndarinnar kom ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, svaraði spurningum nefndarmanna og greindi frá áliti ráðuneytisins á nokkrum þáttum málsins.
    Þegar frumvarpið var afgreitt í nefndinni voru mættir tveir varamenn, Sigbjörn Gunnarsson og Björn Ingi Bjarnason, í stað Karls Steinars Guðnasonar, formanns nefndarinnar, og Gunnlaugs Stefánssonar.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt með einni breytingu sem flutt er breytingartillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðrún Helgadóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. maí 1992.



Pálmi Jónsson,

Guðmundur Bjarnason.

Margrét Frímannsdóttir.


varaform., frsm.



Sigbjörn Gunnarsson.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.



Sturla Böðvarsson.

Jónas Hallgrímsson.

Árni Johnsen.



Björn Ingi Bjarnason.




Fylgiskjal.


Efnahags- og viðskiptanefnd:

Bréf til fjárlaganefndar.


(13. maí 1992.)


    Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag var fjallað um bréf formanns fjárlaganefndar dags. 12. maí sl. Í bréfinu er óskað eftir umsögn efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um greiðslur úr ríkissjóði o.fl., 479. mál.
    Vegna hins skamma frests, sem gefinn er, getur nefndin ekki gefið efnislega umsögn um þetta mál.

F.h. efnahags- og viðskiptanefndar,


Matthías Bjarnason, formaður.