Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 533 . mál.


983. Nefndarálit



um frv. til l. um samkomudag reglulegs Alþingis 1992 o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Efni þess byggist á samkomulagi þingflokka um þingmeðferð EES-málsins. Í því felst að nýtt þing komi saman 17. ágúst nk. Með þessum hætti verði haustþingið lengt en þinghaldið að öðru leyti með venjubundnu sniði.
    Heimildin til að breyta samkomudegi Alþingis byggist á ákvæðum 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þeim var breytt á síðasta ári á þann hátt að Alþingi starfar nú allt árið. Með því að ákveða samkomudaginn með þessum hætti sem í frumvarpinu segir er jafnframt verið að ákveða hvenær núverandi þingi, 115. löggjafarþingi, lýkur.
    Sólveig Pétursdóttir, Ingi Björn Albertsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Björn Bjarnason voru fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. maí 1992.



Össur Skarphéðinsson,

Ey. Kon. Jónsson.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.


varaform., frsm.



Jón Helgason.

Kristinn H. Gunnarsson.