Ferill 165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 165 . mál.


984. Nefndarálit



um till. til þál. um kennslu í réttri líkamsbeitingu.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsagnir frá Íþróttakennarafélagi Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, fræðslustjóra Vesturlandsumdæmis og Verkamannasambandi Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin er til að leggja áherslu á þá skoðun nefndarinnar að eðlilegast sé að kennsla í réttri líkamsbeitingu sé hluti af almennri íþróttakennslu í grunnskólum landsins en ekki sérstök kennslugrein.
    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. maí 1992.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Hjörleifur Guttormsson.

Björn Bjarnason.

Árni R. Árnason.



Árni Johnsen.

Kristín Ástgeirsdóttir.