Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 402 . mál.


994. Nefndarálit



um frv. til l. um greiðslukortastarfsemi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Fékk hún á sinn fund Sigurð Hafstein, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, Jóhann Ágústsson aðstoðarbankastjóra sem kom fyrir hönd Sambands íslenskra viðskiptabanka, Tryggva Pálsson, formann stjórnar Kreditkorta hf., Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóra Kreditkorta hf., Einar S. Einarsson, forstjóra VISA-Ísland Greiðslumiðlunar hf., og Björn Friðfinnson, ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Umsagnir bárust frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtökum Íslands, Kreditkortum hf., Neytendasamtökunum, samtökunum Nýrri framtíð, Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Sambandi íslenskra sparisjóða, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Stéttarsambandi bænda, Verslunarráði Íslands og VISA-Ísland Greiðslumiðlun hf.
    Nefndin leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinna r með ósk um að meginefni þess verði fellt inn í frumvarp til samkeppnislaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar á meðal verði samkeppnisráði veitt heimild til setningar reglna um greiðslukorta- starfsemi sem tryggi að hagur neytenda hér á landi verði eigi lakari í slíkum viðskiptum en almennt gerist í öðrum ríkjum hins fyrirhugaða Evrópska efnahagssvæðis.

Alþingi, 18. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.


form.

frsm.



Ingi Björn Albertsson.

Halldór Ásgrímsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Steingrímur J. Sigfússon.

Kristín Ástgeirsdóttir.

Árni M. Mathiesen.