Evrópskt efnahagssvæði

93. fundur
Þriðjudaginn 05. janúar 1993, kl. 18:03:08 (4326)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra foreti. Ég vil hæla hv. þm. Tómasi Inga Olrich fyrir að hafa flutt þá ræðu sem hann svo margsinnis hefur beðið um orðið til að fá að flytja og svo margsinnis strikað sig út af mælendaskrá. Ég hefði gjarnan viljað sjá þá ræðu í upphaflegum búningi og þær breytingar sem á hafa orðið.
    En af því að þetta er að mestu leyti lögfræðilegt álit og að því leyti til sérstætt að það fer í að gagnrýna lögfræði tveggja virtra prófessora, sem almennir lögfræðingar þessa lands hafa ekki þorað að gera, þá tel ég einsýnt að senda beri þennan hluta ræðunnar til lagadeildar háskólans til þess að fá prófessorinn til að leggja mat á það hvað gefið sé fyrir svona lögfræði í skóla, ef um ritgerð væri að ræða.
    Herra forseti. Ég ætla ekki að leggja dóm á niðurstöðuna en fróðlegt væri að fá að heyra það álit.