Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 15:13:21 (4477)

     Karl Steinar Guðnason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér þótti mjög athyglisvert að heyra í hv. þm. Önnu Ólafsdóttur Björnsson hér áðan sem kom á sínum tíma glottandi af feginleik yfir því að álver skyldi ekki vera byggt á Suðurnesjum og gat varla lýst hrifningu sinni yfir því að Suðurnesjamenn misstu þau atvinnutækifæri sem kannski voru í

boði.
    En ég minni á varðandi þær athugasemdir sem hér hafa komið fram varðandi orðræðu mína um ættjarðarskrum og skvaldur að ég var að líkja saman ættjarðarskrumi því sem reið yfir Evrópu á sínum tíma í krafti haturs og fyrirlitningar og ól af sér styrjaldir.
    Fleira hef ég ekki um þetta að segja nema hvað varðar hv. þm. Jón Kristjánsson. Ég er alveg sannfærður um að ef við göngum af fullri reisn til samninga, þá munum við áfram ná hagstæðum samningum við Evrópubandalagið.