Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 15:15:11 (4478)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Mér fannst líka nokkuð furðuleg samlíking hv. ræðumanns Karls Steinars Guðnasonar hér áðan um samvinnuhreyfinguna, þegar hann líkti Evrópubandalaginu við samvinnuhreyfinguna. Hingað til hef ég alltaf heyrt krata hallmæla samvinnuhreyfingunni sem allra mest.
    En mig langar til að spyrja hann hvort hann trúi á það að Evrópubandalagið sé komið til að vera á sama tíma og önnur bandalög eru að leysast upp. Vill hann að við lokum okkur inni í þessari efnahagsblokk sem stefnir að pólitískri sameiningu? Hefur hann svo litla trú á okkur sjálfum og fullveldi okkar að við séum betur komin inni í þessu miðstýrða apparati sem færir valdið enn lengra frá fólkinu en það er nú? Hvað hefur hann fyrir sér í því að hagur okkar batni? Atvinnuleysi í löndum EB hefur ekki minnkað og mun ekki minnka til aldamóta samkvæmt síðustu spám. Ef við fáum aukin atvinnutækifæri með EES hvers vegna hefur þá EB ekki sjálft getað bætt sitt atvinnustig?