Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 15:16:32 (4479)

     Karl Steinar Guðnason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég var að lýsa því áðan hvaða tækifæri biðu okkar Íslendinga í sambandi við sjávarfang okkar og læt þá lýsingu alveg nægja.
    Ég sagði að Evrópubandalagið væri eins konar samvinnuhreyfing. Þar var ég ekki með SÍS í huga. Það er mikill misskilningur. En það væri hollt fyrir framsóknarmennina sem hafa tapað sínu SÍS að geta fengið nýja samvinnuhreyfingu, lifandi afl sem mun móta framtíð Evrópu.