Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 15:17:21 (4480)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Það var nokkuð athyglisvert að það ætti að fara að stofna hér nýja samvinnuhreyfingu. Ég held að framsóknarmenn ættu bara að skoða það.
    En hvað varðar atvinnuuppbygginguna á Suðurnesjum, þá tel ég að þau atvinnufyrirtæki sem þar eru þyrftu að vera miklu betur í stakk búin og betur stæð til að geta tekist á við það að auka atvinnu og auka útflutning. Þau eru bara ekki þannig stæð að þau geti tekist á við þessa samkeppni.