Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 15:26:14 (4488)

     Ragnar Arnalds (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég bar fram ákveðna spurningu til hv. þm. Karls Steinars Guðnasonar og vildi fá að vita hvaða þingmenn það voru sem töluðu um landráð eða voru með landráðabrigsl þegar umræður voru hér um inngöngu Íslands í EFTA. Hv. þm. svaraði þá úr ræðustól að hann sæi ekki ástæðu til þess að svara þessu. ( Gripið fram í: Úr stól sínum.) Já, ég segi það. Hann svaraði því úr stól sínum. Og þá spyr ég virðulegan forseta: Á ég þá ekki rétt á að svara af minni hálfu úr því að hann hefur svarað? ( Forseti: Meinar hv. þm. hvort hann fær að veita andsvar öðru sinni?) Já, akkúrat, af því að hann svarar úr sínum ræðustól með vissum hætti.