Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 16:52:05 (4500)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vildi einungis þakka hv. þm. fyrir að skýra nánar hvað hann átti við með þeim orðum sínum sem hann viðhafði hér áðan því það mátti skilja að hann væri að tala um okkur sem vildum alls ekki ganga til samninga við Evrópubandalagið um Evrópska efnahagssvæðið og það kemur mér satt að segja á óvart að hann hafi heyrt þetta og það sé algengt í þjóðfélaginu. Ég hef aldrei heyrt þetta. Mér þykir það mjög merkilegt og það eru einhverjir aðilar aðrir en þeir sem ég hef talað við sem vilja loka sendiráðum í Evrópu, ganga svo langt að útiloka sig frá löndum Evrópu. En það má vel vera að þeir séu til og það hlýtur að vera ef þingmaðurinn hefur heyrt það en algengt getur það varla verið.
    Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan og við erum þá sammála um það að við eigum að hafa sem best samskipti og viðskipti við allar þjóðir, bæði Evrópuþjóðirnar sem og aðrar þjóðir og er ég ánægð að við erum sammála á því sviði.