Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 18:17:15 (4521)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er misskilningur að Alþb. hafi nokkurn tímann samþykkt samningaviðræður um Evrópskt efnahagssvæði á þeim grundvelli sem nú liggur fyrir. Því var alltaf neitað í síðustu ríkisstjórn. Hæstv. utanrrh. lagði þá til aftur og aftur að farið yrði út í það en því var neitað. Við samþykktum hins vegar könnunarviðræður og það var ekki fyrr en hæstv. utanrrh. hafði myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni að hann fékk umboð til samningaviðræðna á þeim grundvelli sem síðan varð í meginatriðum að samningi. Það var 5. maí árið 1991 eða sex dögum eftir að fráfarandi ríkisstjórn lagði niður störf.