Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 16:09:08 (4567)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Hv. þm. Árni Johnsen veit vonandi að það hafa líka fjölmargir aðilar lýst gagnstæðum sjónarmiðum, Vélstjórafélagið, Sjómannafélag Reykjavíkur, Fiskifélagið og fjölmargir aðilar hafa lýst efasemdum eða andstöðu við þennan samning. Einnig einstök verkalýðsfélög úti á landi þar sem sjómenn og fiskvinnslufólk er fjölmennt. Þannig að ætli það sé nú ekki einmitt sönnun þess að þetta mál er umdeilt og sýnist sitt hverjum.
    Hv. þm. veit væntanlega einnig, ef hann hefur fylgst með, að í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið á eins og hálfs árs tímabili þá hafa andstæðingar EES-samningsins verið jafnmargir eða fleiri en stuðningsmenn. Og þar hefur andstaðan, þegar það er flokkað eftir kjördæmum, verið yfirgnæfandi úti á landi, hjá því fólki sem

mest byggir á sjávarútvegi. Segir það hv. þm. virkilega enga sögu?